Húsaleigubætur

27. fundur
Mánudaginn 07. nóvember 1994, kl. 17:33:52 (1255)


[17:33]
     Jón Kristjánsson :
    Herra forseti. Þegar löggjöfin um húsaleigubætur var samþykkt var almenn samstaða um það í Alþingi að rétta hag leigjenda og þess vegna hlaut þessi löggjöf fylgi þótt gölluð væri. Því auðvitað var þessi framkvæmd meingölluð að gera þetta að samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, veita sveitarfélögunum valkvæðan rétt í því hvort þau yrðu með. Síðan voru samþykkt ákvæði um að kanna málið til áramóta og árangurinn er eins og við blasir.
    Ég tel að það eigi að athuga það í fullri alvöru að taka upp eitt kerfi húsnæðisbóta í stað húsaleigubóta og taka það í gegnum skattkerfið en fella niður þetta samkrull ríkis og sveitarfélaga í málinu sem sýnir sig að gengur ekki upp.