Húsaleigubætur

27. fundur
Mánudaginn 07. nóvember 1994, kl. 17:37:56 (1257)


[17:37]
     Páll Pétursson :
    Herra forseti. Úr því að farið er að ræða húsnæðisbætur held ég að þörf sé á svolítilli sögulegri upprifjun. Málið hófst þeð því að það var básúnað út af félmrh. að nú ætti að fara að koma á húsaleigubótum. Félmrh. vildi vera voða góður við leigjendur og fátæklinga eins og alltaf. Útkoman varð svo þessi bastarður sem er að senda reikninginn til sveitarfélaganna ef þau vildu á annað borð taka við honum og hinn hlutur reikningsins sendur jöfnunarsjóði og félagslega íbúðarkerfið skorið niður um 100 íbúðir. Þetta held ég að sé rétt að menn hafi í huga þegar menn ræða húsaleigubætur.