Olíumengun á sjó

27. fundur
Mánudaginn 07. nóvember 1994, kl. 17:51:48 (1264)


[17:51]
     Fyrirspyrjandi (Petrína Baldursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir hans svör. Ég þakka einnig hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni fyrir þær ábendingar sem hann kom með áðan í stuttri athugasemd. Ég get alveg tekið undir með honum að mér finnst líka vanta að ákveðinn aðili stöðvi skip í svona tilfelli. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hann kemur með að það er langur tími frá 13.30 að degi til 21.30 þegar skipið leggst að bryggju við Grundartanga. Þá kemur í ljós að fimm göt eru á skipinu og nokkur tonn af olíu hafa lekið í sjóinn með þeim afleiðingum sem hér hafa verið tíundaðar.
    En ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svörin.