Framhaldsskólar

29. fundur
Þriðjudaginn 08. nóvember 1994, kl. 20:44:13 (1330)


[20:44]
     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu en þó er tvennt sem mig langar til að spyrja hæstv. menntmrh. að í lok umræðunnar. Það er í fyrsta lagi hvort hann metur það svo að áfangakerfið rúmist innan þessa frv. eins og það er í dag eða hvort það sé, eins og ég sagði í minni fyrri ræðu, vegið að því fyrirkomulagi í frv.
    Í öðru lagi varðandi það hvort nemendur geti flutt á milli námsbrauta námsmat eða reynslu eða hvort það séu, eins og ég hélt fram áðan, ákveðnar girðingar sem komi í veg fyrir að það sé hægt?
    Þetta finnst mér skipta miklu máli og vil fá svör hæstv. menntmrh. við því við 1. umr. málsins.