Framhaldsskólar

29. fundur
Þriðjudaginn 08. nóvember 1994, kl. 20:59:21 (1337)


[20:59]
     Valgerður Sverrisdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hæstv. menntmrh. ræður ekki við nema eina spurningu í einu. Nú kemur þessi spurning mín að lokum: Hvað telur hann að þessi sérskólastefna muni þýða fyrir litlu skólana? Litlir framhaldsskólar úti á landi geta ekki boðið upp á mikla fjölbreytni, ekki mjög margar brautir. Það er þess vegna sem ég óttast að þeir muni leggjast af.