Utandagskrárumræður um skuldastöðu heimilanna og skatt á blaðsölubörn

30. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 13:37:59 (1343)


[13:37]
     Félagsmálaráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Svo mætti ætla af ræðu hv. þm. að hér væri að hefjast utandagskrárumræða um það efni sem hann sjálfur óskaði eftir því að frestað yrði. Ég vil taka það skýrt fram að ekki stóð á þeim sem hér stendur né formönnum þingflokka stjórnarflokkanna að taka upp þá mikilvægu umræðu um skuldastöðu heimilanna eins og um var beðið í lok síðustu viku og áréttað á mánudaginn. Ábyrgð þessarar frestunar er því algerlega á hendi þeim sem fyrst báðu um hana og óskuðu síðan eftir fresti á henni og það segir náttúrlega meira en mörg orð um málefnastöðu þeirra í þessum málum.