Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 14:05:35 (1356)


[14:05]
     Rannveig Guðmundsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil að gefnu tilefni af orðum hv. þm. geta þess að við yfirferð félmn. á þessu máli á sínum tíma varð það niðurstaða nefndarinnar að birta reglugerðina í heild sinni þannig að hún yrði sem hluti af lögunum og kæmi sem bálkur þar inn, en væri ekki með afgreiðslu á frv. sem væri sundurliðað í nokkrar tilvísanir til reglugerða. Þetta kemur einmitt fram í umfjöllun um 1. og 2. gr. M.a. þessi ákvörðun félmn. að setja málið upp á þennan hátt gerir það mjög aðgengilegt að fá upplýsingar og að geta um hverjar breytingar verða á þessari mikilvægu reglugerð vegna þess að þetta er mikilvægur málaflokkur og mjög mikilvægt að Alþingi hafi góðar upplýsingar um breytingar sem verða á reglugerðinni. Ég vil bara vekja athygli á því að það varð talsverð umfjöllun í félmn. um málið, samstaða um það og sérstaklega góð samstaða með hvaða hætti málið yrði sett upp, unnið og sett fram af nefndinni.