Tilhögun utandagsskrárumræðu

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 16:11:38 (1394)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti hefur ekki farið óvenjulega að í þessu máli. Það er algengt að semja um ræðutíma ef hann er annar en þingsköpin gera beinlínis ráð fyrir. Um það er mælt í 72. gr. þingskapa að svo sé hægt að gera og það gerði forseti á fundi með formönnum allra þingflokka. Það var samkomulag um þetta mál.