Tilhögun utandagsskrárumræðu

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 16:41:23 (1410)



[16:41]
     Eyjólfur Konráð Jónsson :
    Hæstv. forseti. Mér sýnist nú mál þetta vandast æðimikið þó mér sýnist nokkuð augljóst ef sleppt er öllum umbúnaði um hvað það snýst. Ég sé ekki betur en hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson og Ingi Björn Albertsson hafi rétt fyrir sér. Ég skal ekki fullyrða að svo sé en mér sýnist mjög einfalt að málinu verði frestað og síðan rætist úr því með einhverjum hætti.
    Ekki er hægt að gera neina ólöglega hluti innan veggja Alþingis, það þarf a.m.k. að sannfæra okkur um að það sem gert er sé ekki lögbrot. Mér sýnist svo vera að þessir hv. þm. hafi rétt fyrir sér.