Náttúruvernd

32. fundur
Fimmtudaginn 10. nóvember 1994, kl. 10:43:00 (1421)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseta hefur borist bréf, dags. 10. nóv. 1994, sem hljóðar svo:
    ,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokks Alþb. að umræðutími við 1. umr. um frv. um náttúruvernd verði tvöfaldaður þar sem um umfangsmikið mál er að ræða.``
    Undir bréfið ritar Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþb.
    Forseti hefur ákveðið að verða við þessari beiðni þannig að umræðutíminn er tvöfaldur.