Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1993

32. fundur
Fimmtudaginn 10. nóvember 1994, kl. 16:46:12 (1462)


[16:46]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja það að hæstv. forsrh. tekst nokkuð vel til á flóttanum frá þessari yfirlýsingu vegna þess að það er náttúrlega allt annað mál um vaxtarsvæði sem rætt er um í stefnumótandi byggðaáætlun og það fer alls ekki saman í öllum tilfellum að sveitarfélög hafi sameinast á þessum sérstöku vaxtarsvæðum. Þetta er bara fín aðferð við að komast undan að uppfylla eða efna þær yfirlýsingar sem voru gefnar á síðasta hausti. En ég endurtek það sem ég sagði í ræðu minni áðan að gagnvart sveitarfélögunum er þetta auðvitað stórháskaleg aðferð að ganga á ystu nöf í viðskiptum við þau í öllum greinum.