Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1993

32. fundur
Fimmtudaginn 10. nóvember 1994, kl. 17:00:28 (1465)


[17:00]
     Pétur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það sem ég er að vitna til eru umræður frá 17. febr. 1994 þar sem hæstv. forsrh. tekur fram að hann telji að þurfi að breyta þessu í þá veru að stofnunin geti keypt hlutabréf. Ég hef fengið þær upplýsingar og sé ekki betur en að í reglugerð standi að Byggðastofnun eigi ekki að eignast hlutabréf í fyrirtækjum en eftir því sem mér skilst getur hún átt eignaraðild í gegnum ákveðna stofnun. En ég tók svo eftir að þessu hefði ekki verið breytt og sé ekki betur en það standi enn þá í reglugerð að Byggðastofnun megi ekki sjálf kaupa eða eiga hlutabréf.