Þuríður Backman fyrir HG, Kristján Guðmundsson fyrir SP

33. fundur
Þriðjudaginn 15. nóvember 1994, kl. 13:34:28 (1470)



     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 11. nóv. 1994:

    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að þar sem 1. varaþm. Alþb. í Austurlandskjördæmi getur ekki vegna sérstakra anna tekið sæti á Alþingi taki 2. varaþm. Alþb. í Austurl., Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austur.``



    Þá er hér annað bréf, dags. 10. nóv. 1994:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Hjörleifs Guttormssonar, 4. þm. Austurl., á Alþingi sem 1. varaþm. Alþb. í Austurlandskjördæmi.
Virðingarfyllst, Einar Már Sigurðarson.``



    Þuríður Backman hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.
    Þá hefur enn fremur borist eftirfarandi bréf, dags. 11. nóv. 1994:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að þar sem 1. og 3. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi geta ekki vegna sérstakra anna tekið sæti á Alþingi og 2. varaþm. situr nú á Alþingi taki 4. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Kristján Guðmundsson húsasmiður, Reykjavík, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Sólveig Pétursdóttir, 6. þm. Reykv.``



    Þá er hér bréf, dags. 11. nóv. 1994, til forseta Alþingis:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Sólveigar Pétursdóttur, 6. þm. Reykv., næstu tvær vikur sem 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi.
Virðingarfyllst, Þuríður Pálsdóttir.``



    Og annað bréf, dags. 11. nóv. 1994, til forseta Alþingis:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Sólveigar Pétursdóttur, 6. þm. Reykv., næstu tvær vikur sem 3. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi.
Virðingarfyllst, Guðmundur Magnússon.``



    Kjörbréf Kristjáns Guðmundssonar hefur verið rannsakað og samþykkt. Hann hefur ekki áður tekið sæti Alþingi og ber því skv. 2. gr. þingskapa að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni.