Breytingar á ríkisstjórninni

33. fundur
Þriðjudaginn 15. nóvember 1994, kl. 13:53:54 (1481)


[13:53]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Formaður Framsfl., hv. þm. Halldór Ásgrímsson, spyr hvort ég telji að ríkisstjórnin hafi enn þá meiri hluta. Svar mitt er nei. Ég tel það ekki. Ég veit það. Hún hefur að sjálfsögðu meiri hluta. En hann er eins og efasemdarmaðurinn Tómas sem ekki trúði fyrr en hann lagði höndina í sárið og hv. þingmaður verður þá einfaldlega að leggja höndina í sárið til þess að trúa og bera þá bara fram vantrauststillöguna aftur.