Tilkynning um utandagskrárumræður

34. fundur
Miðvikudaginn 16. nóvember 1994, kl. 13:33:16 (1530)


     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti vill geta þess áður en gengið verður til dagskrár að klukkan þrjú í dag fer fram utandagskrárumræða. Það er hv. þm. Árni Johnsen sem hefur óskað eftir þessari umræðu og hún fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða, og fjallar um flottroll og karfaveiðar og beinist að hæstv. sjútvrh. Og kl. hálffjögur í dag fer fram önnur utandagskrárumræða. Það er hv. þm. Guðrún J. Halldórsdóttir sem óskar eftir þeirri umræðu skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða, og það verður hæstv. starfandi fjmrh., Þorsteinn Pálsson, sem þar verður til svara varðandi verkfall sjúkraliða, en það er umræðuefnið.