Tilkynning um utandagskrárumræður

36. fundur
Föstudaginn 18. nóvember 1994, kl. 10:33:09 (1635)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti ætlar að koma á framfæri tilkynningu um utandagskrárumræður sem hér fara fram í dag. Það er í fyrsta lagi umræða að beiðni hv. þm. Svavars Gestssonar og fer hún fram kl. 14.30. Hann beinir máli sínu til hæstv. fjmrh. og fer umræðan fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálftíma. Umræðuefnið er sala hlutabréfa í Lyfjaverslun Íslands hf.
    Þá fer fram umræða kl. 14.00 að beiðni hv. þm. Halldórs Ásgrímssonar. Hann beinir máli sínu til hæstv. félmrh. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og er umræðuefnið málefni Atlanta-flugfélagsins.