Störf landpósta

38. fundur
Mánudaginn 21. nóvember 1994, kl. 15:28:31 (1716)


[15:28]
     Pálmi Jónsson :
    Hæstv. forseti. Ég tel ástæðu til þess að það komi fram í þessari umræðu að fulltrúar frá Félagi íslenskra landpósta komu á fund samgn. Alþingis í síðustu viku. Þeir lögðu fram erindi til nefndarinnar og í því erindi kemur fram að þeir kvarta yfir því að þeir búi við öryggisleysi í störfum sínum og að störf þeirra eru einnig þess efnis að þeir hafa ekki áunnið sér ýmis félagsleg réttindi svo sem flestir launþegar gera.
    Samgn. mun fara yfir mál þessara manna og þessa félags. Samgn. mun óska eftir upplýsingum frá Pósti og síma og eftir að nefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem fram koma frá báðum aðilum mun hún senda greinargerð um málið og e.t.v. ábendingar eða tillögur til hæstv. samgrh.