Störf landpósta

38. fundur
Mánudaginn 21. nóvember 1994, kl. 15:34:08 (1719)


[15:34]
     Matthías Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég beitti mér fyrir því þegar ég gegndi starfi samgrh. að samstarfsnefnd var skipuð 6. apríl 1987 til að gera könnun á starfi og þjónustu landpósta. Mér var þá eins og nú ljóst að endurskoðun þyrfti alltaf að eiga sér stað vegna breyttra samgangna. Ég tel ekki rétt að stofnun eins og Póst- og símamálastofnun ráði landpósta, hafi þá starfandi í fjöldamörg ár, sem hafa rækt skyldur sínar með mikilli prýði, hafa sótt námskeið á vegum Pósts og síma til að vera betur í stakk búnir til að mæta aukinni þjónustu, og ýti þeim svo til hliðar ef einhver annar býður minna. Hér verður alltaf um breytingar að ræða, menn koma og fara, en það er ekki sama með hvaða hætti það er gert.
    Ég fagna ummælum hæstv. samgrh. í lok ræðu hans áðan þar sem hann heitir að taka málið upp og ég fagna líka ummælum formanns samgn., 2. þm. Norðurl. v., þar sem hann hét því að fylgjast með

málinu og að séð yrði um að vinnubrögðin yrðu mannleg eins og er vafalaust vilji flestra þingmanna.