Styrkur til markaðsátaks í EES-löndunum

39. fundur
Mánudaginn 21. nóvember 1994, kl. 17:42:17 (1776)


[17:42]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég tel að það sé óeðlilegt að vista þessa fjármuni með þeim hætti sem gert er í fjárlögum 1994 og 1993. Ég tel að þessir fjármunir eigi að vera á vegum einhvers fagaðila eins og hugsanlega Útflutningsráðs sem hafi með málið að gera en eigi ekki að vera í höndunum á forsrn. eins og það er í fjárlögum ársins 1994.
    Ég tel líka að það skorti á að menn fylgi faglegum leiðbeiningum og reglum við úthlutun á þessum peningum, hvorki meira né minna en 50 millj. kr. Og núverandi aðferðir bjóði heim klíkuskap og jafnvel spillingu og ég skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á árinu 1995 verði fjármunir í þessu skyni ekki á þessum stað heldur annars staðar í fjárlögum þessa árs.