Greiðsluaðlögun húsnæðislána

40. fundur
Þriðjudaginn 22. nóvember 1994, kl. 15:37:08 (1826)


[15:37]
     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Af einhverjum ástæðum er þingmaðurinn snefsin. Það er kannski von. Eitt af því

sem hv. þm. hafnaði áðan var að fara í viðræður við lífeyrissjóðina, m.a. um lækkun vaxta. Af hverju vill þingmaðurinn ekki fara í viðræður við lífeyrissjóðina? Af því að þingmaðurinn sagði upp samningum við lífeyrissjóðina. Af því að þingmaðurinn vildi þegar hún var félmrh. aldrei neitt með lífeyrissjóðina hafa og kom upp tortryggni, vandamálum og spennu í samskiptum ríkisins og lífeyrissjóðanna. Þess vegna er þessi stærsti fjármagnseigandi í landinu ekki virkur í húsnæðiskerfinu eins og hann þyrfti að vera. Það er því miður ein ljótasta sök hæstv. fyrrv. félmrh. varðandi húsnæðislánakerfið.