Greiðsluaðlögun húsnæðislána

40. fundur
Þriðjudaginn 22. nóvember 1994, kl. 15:40:13 (1829)


[15:40]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta með að veita greiðsluerfiðleikalán í húsbréfakerfinu, af hverju var farið út í það? Það var vegna þess að fólk var komið í vandræði út af skammtímalánum í 86-kerfinu. Mjög stór hluti af vanskilunum í dag er vegna þessara greiðsluerfiðleikalána, það er alveg ljóst. Við vorum að fjármagna tvö kerfi á meðan a.m.k. Framsfl. og að hluta til Alþb. voru að streðast á móti því að leggja niður þetta kerfi þó það lægi fyrir skýrsla frá Ríkisendurskoðun sem sagði að þetta kerfi væri gjaldþrota og taldi þar til tugi milljarða sem það mundi kosta fyrir samfélagið og ríkissjóð ef því yrði haldið áfram.