Málefni Iðnlánasjóðs

41. fundur
Miðvikudaginn 23. nóvember 1994, kl. 13:49:44 (1871)


[13:49]
     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Nú hef ég farið nákvæmlega yfir það að í lögum um Iðnlánasjóð, sem skattleggur allan iðnaðinn, er ekkert sem segir að það sé bannað að segja frá því hverjir hafi hlotið styrki. Ég er að spyrja eftir styrkjum sem koma af iðnlánasjóðsgjaldi. Ég hef séð að opinberar stofnanir eins og Byggðastofnun, Framleiðnisjóður og fleiri og fleiri sem leggja fram styrki til fyrirtækja telja eðlilegt samkeppninnar vegna að birta upplýsingar um slíkt í sínum ársreikningum.