Skýrslur háskólans um EES og ESB

42. fundur
Fimmtudaginn 24. nóvember 1994, kl. 14:10:59 (1952)

[14:10]
     Tómas Ingi Olrich :
    Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla því að í málflutningi mínum áðan hafi ég komið fram með ósannindi á hendur hæstv. utanrrh. Ég benti einfaldlega á það og vitnaði í skjöl þar að lútandi að erindi hans til Háskóla Íslands, einkum og sér í lagi að því er varðaði Sjávarútvegsstofnun, hefði borið það með sér að beiðnin hafi ekki verið í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ég vil aðeins nota þetta tækifæri til þess að hvetja hæstv. ríkisstjórn til þess að reyna að bæta úr því sem þarna misfórst.