Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

45. fundur
Þriðjudaginn 29. nóvember 1994, kl. 16:03:47 (2070)


[16:03]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er alveg rétt hjá hæstv. landbrh. og það er nú eiginlega það eina sem hann hefur sagt af viti í þessum umræðum. Hann notaði ekki orðið að dúlla. Það var frá mér komið. Það sem ég skildi á annars illa skiljanlegri ræðu hæstv. landbrh. eða andsvari, því hann hefur verið hlaupandi hér aftur og fram með andsvör í einhverri taugaspennu og æsingi, var það að hann taldi ekki liggja neitt á að embættismannanefndin kæmi með sínar niðurstöður. Ríkisstjórnin verður að hafa komist að niðurstöðu um hvernig girðingarnar verða og taka pólitíska ákvörðun um það og tilkynna það utanrmn. og þá fyrst getur hún afgreitt það mál. Hæstv. landbrh. svaraði ekki þeim fyrirspurnum sem ég bað hann um að koma með skriflega og beindi til aðstoðarmanns hans því ég veit að það þýðir ekkert að spyrja hæstv. landbrh.