Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna

49. fundur
Mánudaginn 05. desember 1994, kl. 15:55:04 (2194)


[15:55]
     Guðrún J. Halldórsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins taka undir orð hv. þm. Svavars Gestssonar um það að Alþingi ætti að standa betur að því að styðja við og undirbúa þetta mikla þing sem verður næsta sumar og þessar tvær nefndir, félmn. og utanrmn., ættu svo sannarlega að koma að þessu máli og styðja vel við þá starfsemi sem er verið að inna af hendi hérna og leggja sitt af mörkum til þess að framlag íslenskra kvenna í Kína verði myndarlegt. Það er full ástæða til þess að það sé gert.
    Ég vil líka hvetja hæstv. ríkisstjórn til þess að styðja þau félagasamtök sem gjarnan vilja taka þátt í þessu og tek undir það með fyrirspyrjanda, og yfirleitt lít ég svo á að Íslendingar eigi að standa mjög

myndarlega að verki á þessari ráðstefnu.