Lyfjaverslun Íslands hf.

50. fundur
Þriðjudaginn 06. desember 1994, kl. 21:20:07 (2254)


[21:20]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Fyrst þetta með Geir goða. Þar var verið að mata gæðinga. Þar var verið að afhenda skip, sem komið var í eigu ríkisins, á miklu lægra verði heldur en verðmæti þess og kvótans sagði til um. Það er það sem skiptir máli í þessu sambandi. Það er svo sem ágætt ef þessi kvóti verður eftir í byggðarlaginu ef hann þá verður þar eftir. Hann er að vísu á ráðstöfunarrétti núverandi eigenda. Ég held að megintilgangurinn með að breyta í hlutafélag, hæstv. fjmrh., sé sá að komast hjá því að þingið kjósi stjórnina og koma fyrirtækjunum alfarið undir flokksstjórn sjálfstæðismanna og e.t.v. fær að dingla þar með einn og einn krati.