Húsaleigubætur og búsetaréttur

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 13:47:47 (2316)


[13:47]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég treysti hæstv. félmrh. til þess að láta hendur standa fram úr ermum í þessu máli og hef ekki ástæðu til þess að vantreysta því og vona að það náist niðurstaða. Ég hef hins vegar fullan skilning á að hér hafi hlutirnir dregist. Það er ekkert sérstakt um félmrn. í því efni. Það gengur ekkert hjá þessari ríkisstjórn (Gripið fram í.) og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni sem ég veit að er orðalag sem hv. 3. þm. Austurl. skilur, að ríkisstjórnin er verklaus, hún kemur engu frá sér. Það gengur ekkert á þeim bæ, hvorki þetta né annað en ég vona að hæstv. félmrh. sem er nýkominn í þann félagsskap láti hendur standa fram úr ermum í þessu efni.