Flutningur leikskóla Heyrnleysingjaskólans

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 13:51:33 (2318)


[13:51]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Þetta mál hefur verið til endurathugunar í menntmrn. Það er samkvæmt gildandi lögum sem ákvörðun var tekin um að þessi starfsemi skyldi færast til dagvistar barna í Reykjavík. Það liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun um þetta í ráðuneytinu. Það hefur að vísu ekkert sérstakt komið fram sem okkur hefur þótt kalla á að þessu verði frestað en ég er reiðubúinn að skoða það enn og aftur hvort það sé skynsamlegt að fresta málinu þar til grunnskólinn flyst að fullu og öllu yfir til sveitarfélaganna. Það þarf að vísu ekki endilega að setja þetta mál í samhengi við flutning grunnskólans en ég er reiðubúinn að athuga þetta frekar.