Flutningur leikskóla Heyrnleysingjaskólans

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 13:52:43 (2319)


[13:52]
     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir góðar undirtektir. Málið snýst um það að stjórn Dagvistar barna í Reykjavík er nokkuð hugsandi yfir framtíð þessa leikskóla og tengslum við skólastarfið. Þarna eru á ferðinni mismunandi hugmyndir um það hvernig eigi að reka leikskóla fyrir fötluð börn, hvort það eigi að vera um sérskóla að ræða eða blöndun og menn vilja einfaldlega fá meiri tíma til þess að skoða þetta. Auðvitað er Reykjavíkurborg í mun að fá þarna í sinn hlut nýjan leikskóla en það mundi eflaust kalla á mjög breyttan rekstur og það er um svo mikilvægt starf að ræða að það má ekki flýta sér hratt í þessu máli. Ég vona svo sannarlega að við fáum það í gegn hér fyrir áramót að hækka fjárveitinguna og menn bíði með þessa ákvörðun þar til gefist hefur tími til þess að skoða allt málið í heild.