Framleiðsla og sala á búvörum

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 11:01:56 (2373)


[11:01]
     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Formaður landbn. er búinn að skýra frá nefndarálitum landbn. í þrem málum. Fyrsta málið var talið mjög ómerkilegt sem ég átti erfitt með að skilja en síðan hefur hann skýrt ágætlega afstöðu nefndarinnar og í þessu síðasta máli þá skýrði hann mjög vel út af hverju hv. landbn. kom með þessa brtt. Ég fylgdist ákaflega vel með og skildi mjög vel rök landbn. fyrir því að koma með þær brtt. sem eru

á nál. Síðan kemur hæstv. landbrh. upp og óskar eftir að þessi brtt. verði dregin til baka sem ég skil alls ekki og tel að hæstv. landbrh. skuldi okkur skýringu á því. Það getur vel verið að formaður landbn. vilji draga þessa brtt. til baka en ég vil benda á að það er ekkert sem mælir gegn því að aðrir taki þær brtt. upp. Ég get ekki skilið af hverju landbn. eða formaðurinn fyrir hennar hönd dregur þessar brtt. til baka og ég vil fá skýringar á því.