Framleiðsla og sala á búvörum

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 11:41:55 (2394)


[11:41]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áður. Það er mjög óvanalegt út af orðalagi sem lýtur einungis að skipulagi málefna eins og Framleiðsluráðs landbúnaðarins að þingmenn skuli sjá sérstaka ástæðu til þess að vera með upphrópanir í því sambandi. Það er ekki efnislegur ágreiningur í þessu máli. Það eina sem ég var að velta fyrir mér eins og ég sagði áðan var hvort rétt væri að hafa einhver tímamörk í sambandi við skipan nýs ráðs og ætli hv. þm. Steingrímur Sigfússon hafi ekki tekið til máls fjórum eða fimm sinnum um þetta litla atriði. Það lýsir með sínum hætti hvernig hann stendur að þingsköpum nú á þessu þingi.