Leiðtogafundur á Þingvöllum árið 2000

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 17:18:00 (2445)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Hv. 12. þm. Reykv. hefur óskað eftir að fá að tala sameiginlega fyrir 15. og 16. dagskrármáli. Þau eru bæði til 1. umr. og forseti hefur fallist á að leyfa þetta og byggir þann úrskurð á 3. mgr. 63. gr. þingskapa þar sem segir svo:
    ,,Forseti getur heimilað, ef ósk berst um það frá flutningsmanni eða flutningsmönnum og enginn þingmaður andmælir því, að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu ef þau fjalla um skyld efni eða það þykir hagkvæmt af öðrum ástæðum.`` Og nú spyr forseti: Hefur nokkur hv. þm. athugasemdir að gera við þennan úrskurð? Svo virðist ekki vera.