Kristín Sigurðardóttir fyrir AÓB

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:30:27 (2454)


     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Borist hefur svofellt bréf, dags. 18. nóv. 1994:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi, Kristín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta tilkynnist yður hér með, virðulegi forseti.
Anna Ólafsdóttir Björnsson,

9. þm. Reykn.``


    Kristín Sigurðardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og er boðin velkomin til starfa.