Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:36:19 (2456)

[10:36]
     Ingi Björn Albertsson :
    Hæstv. forseti. Þegar hér fór fram umræða ekki fyrir löngu síðan utan dagskrár um skattlagningu á blaðburðarbörn var haft svipað fyrirkomulag og þá lýsti ég því yfir að þingflokksformaður Sjálfstfl. hefði ekki umboð til þess að semja af mér málið. Ég óska því eftir að fá að taka til máls undir því máli sem nú á að fara að ræða utan dagskrár og óska eftir svörum forseta hvort svo muni ekki geta orðið.