Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:40:30 (2461)


[10:40]
     Ingi Björn Albertsson :
    Hæstv. forseti. Það er litlu við þetta að bæta annað en að hressa aðeins upp á minni hv. þm. Framsfl. því undanfarin mörg ár hefur setið hér gagnmerkur þingmaður þeirra sem heitir Ólafur Þ. Þórðarson og kom ítrekað hér upp í ræðustól og lýsti því yfir að þingflokkur framsóknarmanna hefði ekki heimild til að semja fyrir hans hönd um þátttöku í umræðum. Þetta held ég að væri hollt fyrir hv. þm. Framsfl. að rifja upp þegar þeir tala með þeim hætti sem þeir hafa gert hér.
    Ég vil einnig fá að benda hv. þm. Finni Ingólfssyni á það að í þingsköpunum, að ég hygg í 72. gr. þar sem fjallað er um umræður og utandagskrárumræður, er ekki gert ráð fyrir utanflokkaþingmönnum. Það er ekki minnst á það einu orði. Það er eingöngu talað um samkomulag þingflokka.