Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 17:03:22 (2512)


[17:03]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hef litlu við að bæta. Það er fullyrðing hv. þm. að ræða mín hafi verið misskilningur. Ég vakti þó athygli á að bara hjá einu sjúkrahúsi sem ég þekki til er skuldavandi þegar upp á 16 millj. kr. Auðvitað spyrja þeir sem reka það sjúkrahús: Eigum við að loka, hvað á að gera við okkur? Við fáum ekki fjármagn og við fáum ekki skuldir okkar viðurkenndar, þó eru þær í mörgum tilfellum út af launakjörum og fleiri atriðum sem viðurkennd eru. Þess vegna ítreka ég það sem ég sagði, ræða mín fyrr var ekki neinn stór misskilningur, hún byggðist á þeim rökum að mér finnst það eðlileg vinnubrögð að málefni sjúkrahúsanna í landinu verði öll í heildarpakka og að það komi lausn sem varir og eðlilegar rekstrarskuldir séu teknar til greina.