Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 17:08:57 (2515)


[17:08]
     Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigbjörn Gunnarsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það vakti athygli mína hjá hv. 5. þm. Suðurl. að hann óskaði sérstaklega eftir því að meiri hluti fjárln. færi yfir vanda sjúkrahúsanna í landinu. En það er nú ekki svo sem unnið er í fjárln. heldur situr nefndin öll og vinnur að þessum málum og hefur gert og gerir, á þeim tíma sem ég hef starfað í nefndinni, með allgóðri einingu og góðri samvinnu og það ber að virða.
    Það er hlutverk fjárln. að fylgjast með fjármálum ríkisins, fjármálum hins opinbera og fjárln. öll, ekki einungis meiri hlutinn, mun halda því starfi áfram eins og hingað til.