Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 17:09:55 (2516)


[17:09]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigbjörn Gunnarsson svaraði ekki spurningu minni um hvert yrði framhaldið í starfi nefndarinnar, hvort hún færi yfir stöðu hinna sjúkrahúsanna sem sárlega kvarta yfir sinni rekstrarstöðu.
    Ég minntist á meiri hlutann. Ég þykist vita hvernig fjárln. vinnur. Ég treysti minni hlutanum fullkomlega til að standa að þeim málefnum sem ég hef rætt um. En mér finnst mikilvægt að meiri hlutinn og ekki síst í samráði við ráðherra ríkisstjórnarinnar, hæstv. heilbrrh. og hæstv. fjmrh., fari vandlega yfir þetta með heildarlausn í huga.