Fjáraukalög 1994

54. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 15:09:49 (2535)


[15:09]
     Pétur Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Hér er um að ræða lækkun heimilda til Lánasjóðs ísl. námsmanna að upphæð 65 millj. Lækkun heimilda til lánasjóðsins er tilkomin vegna þess að lántökur hafa dregist saman. Eftir nýjum reglum eru þær til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms í landinu. Ég tel að reglunum þurfi að breyta svo að námsmenn geti nýtt sér þær til að lagfæra stöðu sína en að óbreyttum reglum núna 1994 mun þetta fjármagn ekki nýtast. Því mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.