Varaflugvöllur á Egilsstöðum

55. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 15:40:35 (2549)


[15:40]
     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegur forseti. Það er sjálfsagt að verða við ósk hæstv. samgrh. og svara því hvað þingmönnum úr öðrum kjördæmum finnst í sambandi við framkvæmdafé til flugmála. Ég svara því að ég er mjög óánægður með framkvæmdafé til flugmála og ég vil spyrja hæstv. samgrh. úr því að hann spyr aðra þingmenn: Hver er það sem hefur tekið sér það vald, hæstv. samgrh., eftir að flugmálaáætlun var samþykkt 6. maí í vor, þá var samþykkt þáltill. um flugmálaáætlun 1994--1997 þar sem kveðið er skýrt á um ákveðið framkvæmafé til ákveðinna flugvalla, hver er það sem tekur þá ákvörðun að við þá áætlun er ekki staðið og það framkvæmdafé sem Alþingi hefur samþykkt að verja til ákveðinna flugvalla og til ákveðinna verkþátta á viðkomandi flugvöllum hefur ekki fengist?