Skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar

55. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 16:03:26 (2559)


[16:03]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Það er rétt hjá hv. fyrirspyrjanda að þessar tölur sýna að eftirlit Landhelgisgæslunnar er mjög virkt og kemur glögglega fram að Gæslan hefur með ágætum gegnt eftirlitshlutverki sínu. Hitt er áhyggjuefni sem ég er sammála hv. þm. í hversu mörgum tilvikum Gæslan hefur þurft að gera athugasemdir og allt of oft ítrekaðar athugasemdir. Þær tölur sem hér liggja fyrir eiga að vera hvatning til sjómanna og skipstjórnarmanna að gera á bragarbót því að slíkur fjöldi athugasemda er óeðlilegur.