Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 19:13:25 (2587)


[19:13]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef einmitt útskýrt það að þessar bætur eiga ekki að skerða almennar bætur almannatrygginga. Það var þessi eini þáttur sem lýtur að húsnæðisaðstoð við aldraða og öryrkja, þá sem eru bótaþegar og hafa litla afkomu, sem var reiknað með að yrði betri stuðningur í gegnum húsaleigubótalögin og því væri ekki eðlilegt að halda uppi ákveðinni fjárhæð inni í almannatryggingum til að standa undir þeim kostnaði, sá kostnaður yrði í gegnum húsaleigubætur. Það er fyrst og fremst þetta sem hv. 12. þm. var að spyrja um. Að öðru leyti áttu húsaleigubætur ekki að skerða bætur almannatrygginga.