Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 19:14:26 (2588)


[19:14]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Hæstv. félmrh. kynnti hér samkomulag við sveitarfélögin varðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga og greiðslur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Ég vil að það komi fram við þessa umræðu að samkomulagið varðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga er í þá átt að taka lán og velta því fram yfir kosningar og leggja 70 millj. á jöfnunarsjóðinn í vanskilunum því vanskilin eru 220 millj. en ætlunin er að taka að láni 150 millj. til þess að greiða jöfnunarframlögin. Sveitarfélögin báðu um að lágmarki 160 millj. í aukafjárveitingu við fjáraukalög en nú er í samræmi við annað búið að velta þessu fram á næsta ár og framtíðin er öll óráðin í þessu efni.