Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:40:13 (2615)


[00:40]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Hæstv. forsrh. var að verja yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar áðan og er ekkert nema gott um það að segja. Hann sagði í varnarræðu sinni að nú ríkti sátt og samstaða við sveitarfélögin og ekkert samkomulag hefði verið brotið. Það er rétt. Það slapp á elleftu stundu. Það var reynt til hins ýtrasta að brjóta samkomulag sem hljóðaði þannig orðrétt: ,,Ekki er gert ráð fyrir að innheimta 600 millj. kr. frá sveitarfélögum í Atvinnuleysistryggingasjóð á næsta ári.``
    Það var eingöngu fyrir hörð viðbrögð sveitarstjórnarmanna um allt land að þetta samkomulag var ekki brotið og núna um helgina náðist sankomulag um að innheimta ekki þessa upphæð. Það er nauðsynlegt að þetta komi fram og það er m.a. fyrir baráttu stjórnarandstöðunnar og sveitarstjórnarmanna sameiginlega að þetta er komið í höfn.