Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:41:47 (2616)


[00:41]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :

    Hæstv. forseti. Því nefndi ég þetta að í umræðunum hér hafði verið sagt að ríkisstjórnin hefði brotið samkomulag en málið stendur nákvæmlega eins og hv. þm. sagði, og ég met það, að ekkert slíkt samningsbrot hafi átt sér stað. Það var meiningamunur um túlkun en nú liggur fyrir samkomulag undirritað af hæstv. fjmrh. og félmrh. og formanni og framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga sem leggur ágætan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna.