Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:42:52 (2618)


[00:42]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Sérstakur hátekjuskattur var lækkaður með þessari yfirlýsingu og sérstakur eignaskattur felldur niður. Ég endurtek að ég tel að það sé einmitt það sem ríkisstjórnin er að gera. Hún er að koma til móts við þá sem betur mega sín og hún ætlar ekki að gera nema það allra minnsta fyrir hina.
    Síðan vil ég endurtaka það í sambandi við afnám tvísköttunar að það stendur í síðari hluta yfirlýsingarinnar: ,,Til að tryggja að þessi ákvörðun komi lífeyrisþegum strax til góða verður jafngildi lífeyrisframlags þeirra, eða sem nemur 15% af útborguðum lífeyri, undanþegið skatti þegar á næsta ári.``
    Það er verið að segja það beint út að einungis 15% af útborguðum lífeyri sé framlag lífeyrisþeganna sjálfra af því sem greitt er út úr lífeyrissjóðunum og það eigi sem sagt að draga það frá.