Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:44:16 (2619)


[00:44]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það var það sem ég nefndi, að lykilorðið í þessum þætti væri tvísköttunin og það er eingöngu sá þáttur sem hægt er að færa sönnur á að hafi búið við tvísköttun sem er breytt. ( Gripið fram í: Eftir 1988.) Nákvæmlega eins og ég fór yfir áður, frá 1988 til 1994. (Gripið fram í.) Hann var styðja það og styrkja sem forsrh. sagði og er það vel metið.