Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:45:32 (2621)


[00:45]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta er misskilningur hjá hv. þm. vegna þess að við erum að hugsa um hinn útborgaða lífeyri og hluti af hinum útborgaða lífeyri kemur af vaxtamyndun og vaxtamyndunin er ekki skattlögð og verður ekki skattlögð með fjármagnstekjuskatti. Það er grundvallaratriði. Við erum að losa okkur við þann þáttinn þar sem tvísköttunin ein kemur til. Þetta er niðurstaðan.