Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 01:34:11 (2633)


[01:34]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég get fullvissað hæstv. ráðherra um að hann þurfi ekkert að kvíða því að ekki sé eða verði gott samstarf með þeim sem nú gegnir formennsku í efh.- og viðskn. og þeim ráðherrum sem þurfa þar að koma málum í gegn og ég segi við hæstv. ráðherra að hann geti væntanlega fengið það staðfest hjá þeim ráðherrum.
    En hæstv. forsrh. svaraði ekki nema hluta af þeim spurningum sem ég lagði fyrir hann. Hæstv. ráðherra svaraði ekki hvað fælist í punkti þrjú um nýsköpun í atvinnulífi og markaðssókn þar sem segir, með leyfi forseta: ,,Jafnframt hefur ríkisstjórin ákveðið sérstakar aðgerðir til þess að auka erlenda fjárfestingu hér á landi.``
    Vænti ég þess að hæstv. ráðherra svari því í seinna andsvari sínu.