Fjárlög 1995

57. fundur
Miðvikudaginn 14. desember 1994, kl. 00:18:14 (2688)


[00:18]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Eins og ég ætlaði að reyna að segja áðan, þá eru tillögur hv. fjárln. upp á 380 millj. kr. til breytingar á frv. en hv. þm. Svavar Gestsson er aðili að tillögum upp á breytingar sem nema um 450 millj. kr. og þingflokkur hans stendur að tillögum upp á 820 millj. kr. Er hann tilbúinn að fórna einhverju af þessum tillögum fyrir málefni fatlaðra og fyrir kóbalttækið og línuhraðalinn?